Hlúum að verðmætasköpun

Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum … Continue reading Hlúum að verðmætasköpun

Ný landbúnaðarstefna

Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Grundvallaratriðið ætti að vera að allur opinber stuðningur við landbúnað sé bundinn við mælikvarða umhverfis- og dýravelferðar. Þannig má greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur munu njóta þessa. Continue reading Ný landbúnaðarstefna

Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins

Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Continue reading Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins

Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Continue reading Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Innlend framleiðsla í gegnum kófið

Liðið ár var eitt það skrýtnasta sem við Íslendingar höfum upplifað. Heilu atvinnugreinarnar lögðust á hliðina vegna Kóvíd faraldursins og atvinnuleysið var 12% undir lok árs. Aldrei hafa sést viðlíka margar hópuppsagnir, ríkissjóður er rekinn með miklum halla og sveitarfélögin í vanda. Ef horft er á jákvæðu hliðina má hins vegar benda á að við höfum farið betur út úr þessu en margir aðrir, samstaða … Continue reading Innlend framleiðsla í gegnum kófið