Hlúum að verðmætasköpun

Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum … Continue reading Hlúum að verðmætasköpun

Ný landbúnaðarstefna

Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Grundvallaratriðið ætti að vera að allur opinber stuðningur við landbúnað sé bundinn við mælikvarða umhverfis- og dýravelferðar. Þannig má greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur munu njóta þessa. Continue reading Ný landbúnaðarstefna

Af grænþvotti og tímasprengjum

Á meðan kröfur neytenda um umhverfisvænar og siðlegar vörur verða sífellt háværari eykst líka freisting fyrir fyrirtæki að velja grænþvott í stað alvöru breytinga. En grænþvottur er hins vegar líklegur til að koma í bakið á óheiðarlegum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Continue reading Af grænþvotti og tímasprengjum

Af hverju er plast vandamál?

Undnafarið hefur verið mikil umræða um úrgangsplast í náttúrunni og af hverju það er vandamál? Því er í raun auðsvarað. Það er hið gríðarlega umfang og sífellt vaxandi notkun á plasti. Árlega eru framleiddar 348 milljónir tonna af plasti í heiminum. Um 60 milljón tonn af því eru framleidd í Evrópu. Til samanburðar var framleidd 1,5 milljón tonn af plast í heiminum árið 1950. Helmingurinn … Continue reading Af hverju er plast vandamál?