Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Continue reading Líf­rænt Ís­land gæti orðið leiðandi á heims­vísu

Innlend framleiðsla í gegnum kófið

Liðið ár var eitt það skrýtnasta sem við Íslendingar höfum upplifað. Heilu atvinnugreinarnar lögðust á hliðina vegna Kóvíd faraldursins og atvinnuleysið var 12% undir lok árs. Aldrei hafa sést viðlíka margar hópuppsagnir, ríkissjóður er rekinn með miklum halla og sveitarfélögin í vanda. Ef horft er á jákvæðu hliðina má hins vegar benda á að við höfum farið betur út úr þessu en margir aðrir, samstaða … Continue reading Innlend framleiðsla í gegnum kófið

Af grænþvotti og tímasprengjum

Á meðan kröfur neytenda um umhverfisvænar og siðlegar vörur verða sífellt háværari eykst líka freisting fyrir fyrirtæki að velja grænþvott í stað alvöru breytinga. En grænþvottur er hins vegar líklegur til að koma í bakið á óheiðarlegum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Continue reading Af grænþvotti og tímasprengjum

Af hverju er plast vandamál?

Undnafarið hefur verið mikil umræða um úrgangsplast í náttúrunni og af hverju það er vandamál? Því er í raun auðsvarað. Það er hið gríðarlega umfang og sífellt vaxandi notkun á plasti. Árlega eru framleiddar 348 milljónir tonna af plasti í heiminum. Um 60 milljón tonn af því eru framleidd í Evrópu. Til samanburðar var framleidd 1,5 milljón tonn af plast í heiminum árið 1950. Helmingurinn … Continue reading Af hverju er plast vandamál?

Óafturkræf náttúruspjöll

Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn. Einstæðir og viðkvæmir stofnarÞað er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í … Continue reading Óafturkræf náttúruspjöll