Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði?

Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði í um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. … Continue reading Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði?

Verkin tala – kristaltærir valkostir

Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins að undanförnu. Hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Continue reading Verkin tala – kristaltærir valkostir

Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði

Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til … Continue reading Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði

Nýsköpun með líftækni skapar milljarða í útflutningstekjur

Við Íslendingar erum lánsöm að fjölmörgu leyti. Lífskjör eru góð, auðlindir miklar, menntunarstig hátt og þjóðin stendur saman þegar utanaðkomandi óáran herjar á okkur. En við erum líka reglulega minnt á að ekkert af þessu er sjálfgefið. Þegar jörð skelfur undir fótum okkar eða þegar samgöngur og flutningar fara úr skorður vegna heimsfaraldurs er gott að hafa í huga að ekkert er sjálfsagt við þau … Continue reading Nýsköpun með líftækni skapar milljarða í útflutningstekjur

Hlúum að verðmætasköpun

Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum … Continue reading Hlúum að verðmætasköpun